Óhætt er að segja að rekstrarumhverfi kvikmyndahúsa hér á landi hafi verið erfitt undanfarin ár þar sem heimsfaraldur Covid 19 hafði meðal annars gríðarleg áhrif.

Nokkur félög halda utan um rekstur kvikmyndahúsa hér á landi. Samfélagið ehf. er stærsta félagið en það rekur kvikmyndahús undir merkjum Sambíó á tveimur stöðum í Reykjavík, í Keflavík og á Akureyri.

Félagið skilaði 4,8 og 10,6 milljóna hagnaði 2017 og 2018 en 5,9 milljóna tapi 2019. Árið 2020 tapaði félagið 147,2 milljónum og 26,9 milljónum árið 2022. Árið 2022 var tap af rekstrinum um 72,4 milljónir.

Egilshallarbíó ehf. er síðan dótturfélag Sam-félagsins og sér um rekstur Sambíóanna í Egilshöll. Félagið skilaði félagið 18,7 milljóna hagnaði árið 2017 en 1,1 og 14,7 milljóna tapi árin 2018 og 2019. Árið 2020 nam tap 112 milljónum. Árin 2021 og 2022 var tap af rekstrinum um 70 og 63,9 milljónir.

Smárabíó ehf., áður Þrjúbíó, rekur í dag kvikmyndahús og skemmtisvæði í Smáralind. Félagið sá einnig um rekstur Háskólabíós en bíórekstri var hætt þar um mitt ár 2023.

Félagið hagnaðist um 77 og 80 milljónir árin 2017 og 2018 en árið 2019 nam tap 3,9 milljónum. Árið 2020 tapaði félagið 59,7 milljónum og 14 milljónum árið 2021. Félagið skilaði þó 65,1 milljón króna hagnaði árið 2022.

Kvikmyndahúsið ehf. sér síðan um að reka Laugarásbíó og eru eigendur félagsins þeir sömu og eiga Myndform ehf. Smávægilegur hagnaður var af rekstrinum hjá Kvikmyndahúsinu árin 2017 og 2019 en tap árið 2018. Árið 2020 nam tap 3,6 milljónum og 7,3 milljónum árið 2021. Árið 2022 var 11 milljóna tap af rekstrinum.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu, sem kom út í gærmorgun. Áskrifendur geta lesið fréttina í heild hér.