Í morgun fóru í gegn viðskipti með tæplega 20,7 milljónir hluta, eða sem nemur nærri 7,7% af heildarhlutafé fjölmiðla- og fjarskiptafélagsins Sýn. Gengið í viðskiptunum var 63 krónur á hlut og því var kaupverð um 1,3 milljarðar króna.
Eru þetta önnur stóru viðskiptin með hlutabréf Sýnar í vikunni en á þriðjudaginn fóru í gegn eins milljarðs króna viðskipti með ríflega 6% hlut félaginu. Meðal seljenda í því tilviki var Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins, LSR, sem seldi 1,9% hlut fyrir 320 milljónir króna samkvæmt flöggunartilkynningu.
Sýn hefur verið mikið umræðunni eftir að nýstofnaða fjárfestingafélagið Gavia Invest varð stærsti hluthafi Sýnar eftir að hafa keypt 12,7% hlut Heiðars Guðjónssonar, fráfarandi forstjóra Sýnar, fyrir ríflega 2,2 milljarða króna. Fjallað var um Gavia í Viðskiptablaðinu í dag en greint var frá því að Reynir Grétarsson, stofnandi Creditinfo, sé stærsti hluthafi fjárfestingafélagsins.
Sjá einnig: Telur fjárfesta vanmeta Sýn verulega
Gavia, sem er hefur eignast yfir 16% hlut í Sýn, fór í síðustu viku fram á að stjórn Sýnar boði til hluthafafundar þar sem ný stjórn verður kjörin.
Stærstu hluthafar Sýnar 31. júlí 2022
12,83 |
10,92 |
10,06 |
9,25 |
8,64 |
6,15 |
5,11 |
4,00 |
3,17 |
2,79 |
2,74 |
1,90 |
1,57 |
1,51 |
1,48 |
1,17 |
1,14 |
1,12 |
1,11 |
Heimild: Nasdaq Ísland. Ath. að listinn tekur aðeins til hluta í beinni eigu fjárfesta. Sem dæmi er eignarhlutur Gavia því yfir 15% líkt og kom fram í flöggunartilkynningu í síðustu viku.