Atlanta hefur verið með starfsemi í Sádi-Arabíu í langan tíma. Stærstu starfsstöðvar flugfélagsins raunar eru í Riyadh og Jedda í Sádi-Arabíu og Liege í Belgíu. Höfuðstöðvarnar eru aftur á móti á Íslandi og þar starfa 130 manns. Í heildina starfa um 300 Íslendingar hjá Atlanta.

„Við höfum verið í viðskiptum við Sádana í 32 ár,“ segir Baldvin Már Hermannsson, Baldvin í ítarlegu viðtali í Áramótum, tímariti Viðskiptablaðsins og Frjálsrar verslunar.

„Sádi-Arabía er land sem hefur breyst ótrúlega frá því ég kom þangað í fyrsta skiptið í byrjun aldarinnar. Skrefin sem tekin hafa verið átt til frjálsræðis á skömmum tíma eru eiginlega með ólíkindum.

Sádarnir hafa mjög ákveðnar hugmyndir um það hvernig þeir vilja sá framþróun landsins og uppbyggingu fluggeirans. Samstarfið hefur gengið vel og þeir eru stórhuga í ljósi olíuauðsins, þegar þeir kaupa flugvélar þá kaupa þér ekki nokkrar eins og við heldur hundrað.

Baldvin segir að honum hafi alltaf líka vel í Sadí-Arabíu.

„Ég hef farið þangað reglulega frá árinu 2002 og ég sé breytingu nánast við hverja heimsókn. Vissulega er menningin og hugsunarhátturinn ólíkur því sem þekkist hér heima og það hefur tekið langan tíma að byggja viðskiptasambandið upp. En okkur líður vel þar þó svo vinnuumhverfið sé ekki alltaf auðvelt og hitinn afar mikill."

„Viðskiptin í Sádi-Arabíu ganga mikið út á persónulegt samband og áralangt traust, jafnvel frekar en hvað er skrifað í samninga, þó svo það skipti auðvitað máli líka.”

Ítarlegt viðtal við Baldvin Má er í tímaritinu Áramót, sem kom út í dag. Áskrifendur geta lesið það í heild hér.