Eftir um 18% lækkun síðustu rúmar tvær vikur hefur gengi Al­vot­ech byrjað júlí­mánuð á rúmri 5% hækkun.

Dagsloka­gengi líf­tækni­lyfja­fré­lagsins var um 1630 krónur á föstu­daginn en gengið lokaði í 1715 krónum í dag efir milljarðs króna viðskipti.

Al­vot­ech hækkaði af­komu­spá sína fyrir fjórðunginn en líf­tækni­lyfja­fé­lagið á­ætlar að heildar­tekjur á öðrum árs­fjórðungi verði á bilinu 196 til 201 milljón Banda­ríkja­dalir eða um 27,1 til 27,8 milljarðar ís­lenskra króna á gengi dagsins.

Heildar­tekjur fé­lagsins á fyrri helmingi ársins nema því um 233 – 238 milljónum dala, sem er um það bil tí­földun frá sama tíma­bili í fyrra.

Eftir um 18% lækkun síðustu rúmar tvær vikur hefur gengi Al­vot­ech byrjað júlí­mánuð á rúmri 5% hækkun.

Dagsloka­gengi líf­tækni­lyfja­fré­lagsins var um 1630 krónur á föstu­daginn en gengið lokaði í 1715 krónum í dag efir milljarðs króna viðskipti.

Al­vot­ech hækkaði af­komu­spá sína fyrir fjórðunginn en líf­tækni­lyfja­fé­lagið á­ætlar að heildar­tekjur á öðrum árs­fjórðungi verði á bilinu 196 til 201 milljón Banda­ríkja­dalir eða um 27,1 til 27,8 milljarðar ís­lenskra króna á gengi dagsins.

Heildar­tekjur fé­lagsins á fyrri helmingi ársins nema því um 233 – 238 milljónum dala, sem er um það bil tí­földun frá sama tíma­bili í fyrra.

Hluta­bréfa­verð Arion banka hækkaði einnig í við­skiptum dagsins er gengi bankans fór upp um tæp 2% í tæp­lega 200 milljón króna veltu.

Gengi Marels lækkaði um 3% í við­skiptum dagsins og var dagsloka­gengið 483 krónur. Líkt og fram hefur komið í fjöl­miðlum er val­frjálst yfir­töku­til­boð JBT í allt hluta­fé Marels í höndum hlut­hafa en þeir hafa fram í septem­ber til að svara banda­ríska fyrir­tækinu.

Úr­vals­vísi­talan fór niður um 0,14% og stóð í 2.251,71 stigi í lok dags. Heildar­velta á markaði nam 2,2 milljörðum.