Mikkel Bjergsø, stofnandi danska hand­verks­bjórs­fram­leiðandans Mikkeller, horfir björtum augum á fram­tíðina þrátt fyrir að fé­lagið tapaði 23 milljónum danskra króna eða um 460 milljónum ís­lenskra króna í fyrra.

Rekstur Mikkeller hefur gengið brösug­lega á síðustu árum og náði tap sam­stæðunnar upp í 250 milljónir danskra króna um tíma og var gjald­þrot yfir­vofandi.

Síðan þá hefur fé­lagið farið í gegnum tölu­verða endur­skipu­lagningu og keypti Carls­berg einnig 20% hlut í fyrir­tækinu í byrjun árs.

Mikkel Bjergsø, stofnandi danska hand­verks­bjórs­fram­leiðandans Mikkeller, horfir björtum augum á fram­tíðina þrátt fyrir að fé­lagið tapaði 23 milljónum danskra króna eða um 460 milljónum ís­lenskra króna í fyrra.

Rekstur Mikkeller hefur gengið brösug­lega á síðustu árum og náði tap sam­stæðunnar upp í 250 milljónir danskra króna um tíma og var gjald­þrot yfir­vofandi.

Síðan þá hefur fé­lagið farið í gegnum tölu­verða endur­skipu­lagningu og keypti Carls­berg einnig 20% hlut í fyrir­tækinu í byrjun árs.

Í sam­tali við Børsen segir Bjergsø að hann sé til­búinn að sækja fram á nýjan leik en að hans sögn fer árið virki­lega vel af stað hjá Mikeller.

„Ég þarf nánast að klípa í sjálfan mig þegar ég segi þetta, þar sem á­standið var svo slæmt fyrir stuttu síðan,“ segir Bjergsø í samatli við Børsen.

Sam­kvæmt ný­birtum árs­reikningi Mikkeller jukust tekjur fé­lagsins um 1% í fyrra og námu 250 milljónum danskra króna eða um 5 milljörðum króna.

Mikkeller hefur verið að slökkva elda á mörgum víg­stöðum alveg frá því að kórónu­veirufar­aldurinn hófst en fram til ársins 2020 var fyrir­tækið í gríðar­legri sókn sem Orkila Capi­tal vogunar­sjóðurinn fjár­magnaði.

Þegar börum og fram­leiðslu­stöðum fé­lagsins var lokað í far­aldrinum byrjaði fé­lagið að blæða peningum og tapaði Mikkeller um tveimur milljörðum ís­lenskra króna árið 2022.

„Við vorum á þeim stað að við þurftum að ráðast í að­gerðir, annars hefði fé­lagið farið á hausinn,“ segir Bjergsø.

Mikkeller sagði upp fjórðungi allra starfs­manna, fækkaði sölu­stöðum úr 50 í 40 og dró í land með sókn sína inn á Banda­ríkja­markað.

Hagnaður fyrir af­skriftir og fjár­magns­liði var já­kvæður í fyrra í fyrsta sinn síðan 2018 sem er við­snúningur úr 50 milljón danskra króna tapi árið á undan.

„Við vorum að tapa pening á bjórunum sem við seldum og við vorum með bari víðs vegar um heiminn sem voru að blæða peningum en okkur tókst engu að síður að komast í gegnum árið á­gæt­lega,“ segir Bjergsø.