Við erum búin að sjá mikinn vöxt í sumar og sjáum ekkert annað í framvindunni en að sá vöxtur muni halda áfram,“ segir Ásgeir Baldurs, framkvæmdastjóri Arctic Adventures, þegar hann er spurður út í framtíð fyrirtækisins. Hann segir vöxtinn þó ekki vera í líkingu við vöxtinn milli áranna 2022 og 2023. Rekstur félagsins sé nú að nálgast árin 2018 og 2019 í umfangi.

Félagið tilkynnti í síðasta mánuði um kaup á Kerfélaginu, en helsta eign þess er Kerið í Grímsnesi sem lengi hefur verið vinsæll ferðamannastaður. Ásgeir segir félagið horfa til þess að byggja Kerið upp á skynsamlegan máta og huga að náttúruvernd og verndun umhverfisins.

„Við viljum dýpka upplifun ferðamanna með því að bæta aðstöðuna og þjónustuna á svæðinu, og það er á teikniborðinu að fara í uppbyggingu þar. Svo er líka hluti af þessu að skapa sögu í kringum Kerið og fræða ferðamenn um jarðfræðina á bak við svæðið. Kerið er stórkostlegur staður sem liggur jafnframt vel við gullna hringinn og passar því vel við ferðir sem keyra hringinn.“

Við erum búin að sjá mikinn vöxt í sumar og sjáum ekkert annað í framvindunni en að sá vöxtur muni halda áfram,“ segir Ásgeir Baldurs, framkvæmdastjóri Arctic Adventures, þegar hann er spurður út í framtíð fyrirtækisins. Hann segir vöxtinn þó ekki vera í líkingu við vöxtinn milli áranna 2022 og 2023. Rekstur félagsins sé nú að nálgast árin 2018 og 2019 í umfangi.

Félagið tilkynnti í síðasta mánuði um kaup á Kerfélaginu, en helsta eign þess er Kerið í Grímsnesi sem lengi hefur verið vinsæll ferðamannastaður. Ásgeir segir félagið horfa til þess að byggja Kerið upp á skynsamlegan máta og huga að náttúruvernd og verndun umhverfisins.

„Við viljum dýpka upplifun ferðamanna með því að bæta aðstöðuna og þjónustuna á svæðinu, og það er á teikniborðinu að fara í uppbyggingu þar. Svo er líka hluti af þessu að skapa sögu í kringum Kerið og fræða ferðamenn um jarðfræðina á bak við svæðið. Kerið er stórkostlegur staður sem liggur jafnframt vel við gullna hringinn og passar því vel við ferðir sem keyra hringinn.“

Óskar Magnússon, stjórnarformaður Kerfélagsins, og Ásgeir Baldurs, forstjóri Arctic Adventures.
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Ásgeir bendir á að ferðaþjónusta sé ung atvinnugrein og að hún eigi enn eftir að þróast og þroskast eins og aðrar atvinnugreinar.

„Það hafa verið miklar framfarir í lykilatvinnugreinum eins og í sjávarútvegi, og ég efast ekki um að það eigi eftir að gerast í þessari grein líka. Ég tel jafnframt að ferðaþjónusta sem atvinnugrein sé að verða faglegri. Það hafa verið settar auknar kröfur á ferðaþjónustufyrirtæki að auka fagmennsku og áherslur eins og þær sem Samtök ferðaþjónustunnar hafa lagt fram eru til góða,“ bætir Ásgeir við.

Fjallað er um Arctic Adventures afmælisblaði Samtaka ferðaþjónustunnar, Samtaka í 25 ár. Áskrifendur geta lesið greinina í heild hér.