Hugh Short, framkvæmdastjóri bandaríska framtakssjóðsins Pt Capital, segist vilja skoða þann möguleika að fá íslenska fjárfesta inn í hluthafahóp fjarskiptafyrirtækisins Nova.

Í ágúst síðastliðnum eignaðist Pt Capital nær allt hlutafé í Nova þegar sjóðurinn keypti helmingshlut Novator, fjárfestingafélags Björgólfs Thors Björgólfssonar, í félaginu. Áður hafði Pt Capital keypt nærri helmingshlut í Nova af Novator árið 2017.

Skráning á markað meðal valkosta

Hugh segir í samtali við Viðskiptablaðið að kaup Pt Capital á hlut Novator, sem stofnaði Nova árið 2006, hafi verið eðlilegur kafli í viðskiptasambandi fjárfestanna tveggja. „Hins vegar kýs Pt Capital frekar að hafa innlenda samstarfsaðila í sínum erlendu fjárfestingum, og nú þegar Novator hefur selt sinn hlut teljum við að við ættum að skoða valmöguleika til að fá innlenda samstarfsaðila að borðinu. Í ljósi þess að Samkeppniseftirlitið hefur samþykkt kaup Digital Colony á óvirkum fjarskiptainnviðum okkar og Sýnar, þá munum við skoða alla þá kosti sem standa til boða í leið okkar að því markmiði," segir Hugh. Þar kemur skráning á hlutabréfamarkað meðal annars til greina, en þrátt fyrir almennt takmarkaðan líftíma framtakssjóða og að Pt Capital hafi átt hlut í Nova í á fimmta ár, segir Hugh sjóðinn ekki undir neinni pressu að selja sig út úr félaginu. Nova hafi reynst góð fjárfesting.

Áður staðið til að fá innlenda fjárfesta að borðinu

Árið 2016 stóð til að íslenskir fjárfestar myndu leggja til um 2,5 milljarða króna til að taka þátt í kaupum Pt Capital á Nova. Þau viðskipti gengu ekki eftir og endaði Pt Capital á því að kaupa einungis helmings hlut í félaginu á þeim tíma. Það er því ekki nýtt af nálinni að Pt Capital hyggist fá innlenda fjárfesta að borðinu. Þess má einnig geta að Novator Nova ehf., greiddi í ár 5,95 milljarða út til hluthafa með lækkun hlutafjár félagsins. Félagið seldi á árinu helmingshlut í Nova til Pt Capital en bókfært virði þess hlutar nam um 4,5 milljörðum króna í ársreikningi Novator Nova árið 2020.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð , aðrir geta skráð sig í áskrift hér .

Hugh Short, framkvæmdastjóri bandaríska framtakssjóðsins Pt Capital, segist vilja skoða þann möguleika að fá íslenska fjárfesta inn í hluthafahóp fjarskiptafyrirtækisins Nova.

Í ágúst síðastliðnum eignaðist Pt Capital nær allt hlutafé í Nova þegar sjóðurinn keypti helmingshlut Novator, fjárfestingafélags Björgólfs Thors Björgólfssonar, í félaginu. Áður hafði Pt Capital keypt nærri helmingshlut í Nova af Novator árið 2017.

Skráning á markað meðal valkosta

Hugh segir í samtali við Viðskiptablaðið að kaup Pt Capital á hlut Novator, sem stofnaði Nova árið 2006, hafi verið eðlilegur kafli í viðskiptasambandi fjárfestanna tveggja. „Hins vegar kýs Pt Capital frekar að hafa innlenda samstarfsaðila í sínum erlendu fjárfestingum, og nú þegar Novator hefur selt sinn hlut teljum við að við ættum að skoða valmöguleika til að fá innlenda samstarfsaðila að borðinu. Í ljósi þess að Samkeppniseftirlitið hefur samþykkt kaup Digital Colony á óvirkum fjarskiptainnviðum okkar og Sýnar, þá munum við skoða alla þá kosti sem standa til boða í leið okkar að því markmiði," segir Hugh. Þar kemur skráning á hlutabréfamarkað meðal annars til greina, en þrátt fyrir almennt takmarkaðan líftíma framtakssjóða og að Pt Capital hafi átt hlut í Nova í á fimmta ár, segir Hugh sjóðinn ekki undir neinni pressu að selja sig út úr félaginu. Nova hafi reynst góð fjárfesting.

Áður staðið til að fá innlenda fjárfesta að borðinu

Árið 2016 stóð til að íslenskir fjárfestar myndu leggja til um 2,5 milljarða króna til að taka þátt í kaupum Pt Capital á Nova. Þau viðskipti gengu ekki eftir og endaði Pt Capital á því að kaupa einungis helmings hlut í félaginu á þeim tíma. Það er því ekki nýtt af nálinni að Pt Capital hyggist fá innlenda fjárfesta að borðinu. Þess má einnig geta að Novator Nova ehf., greiddi í ár 5,95 milljarða út til hluthafa með lækkun hlutafjár félagsins. Félagið seldi á árinu helmingshlut í Nova til Pt Capital en bókfært virði þess hlutar nam um 4,5 milljörðum króna í ársreikningi Novator Nova árið 2020.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð , aðrir geta skráð sig í áskrift hér .