Rússneska vírusvarnafyrirtækið Kaspersky Labs hefur tilkynnt að það muni yfirgefa Bandaríkin eftir að þarlend stjórnvöld bönnuðu sölu og dreifingu á hugbúnaði fyrirtækisins.

Kaspersky segir ákvörðunina erfiða og sorglega en bætir við að viðskiptatækifæri í landinu séu ekki lengur raunhæf.

Rússneska vírusvarnafyrirtækið Kaspersky Labs hefur tilkynnt að það muni yfirgefa Bandaríkin eftir að þarlend stjórnvöld bönnuðu sölu og dreifingu á hugbúnaði fyrirtækisins.

Kaspersky segir ákvörðunina erfiða og sorglega en bætir við að viðskiptatækifæri í landinu séu ekki lengur raunhæf.

Ákvörðunin kemur í kjölfar þess að Gina Raimondo, viðskiptaráðherra Bandaríkjanna, sagði í síðasta mánuði að rússnesk stjórnvöld hefðu of mikil áhrif á fyrirtækið og að starfsemi þess fæli í sér hættur fyrir innviði og þjónustu í Bandaríkjunum.

„Frá og með 20. júlí 2024 mun Kaspersky smám saman draga úr starfsemi sinni í Bandaríkjunum og fækka stöðugildum þar,“ segir í tilkynningu frá fyrirtækinu.

Þá hafa stjórnvöld einnig bannað niðurhal á hugbúnaðaruppfærslum, endursölu og leyfisveitingu á vörum fyrirtækisins frá og með 29. september. Þeir sem selja hugbúnaðinn og brjóta gegn viðskiptatakmörkunum munu eiga yfir höfði sér sektir frá ráðuneytinu.