Vogunarsjóðir hafa skortselt ítölsk ríkisskuldabréf fyrir 39 milljarða evra, um 5.500 milljarða króna, samkvæmt S&P Global Market Intelligence.

Stórhækkandi verð á gasi og fall ríkisstjórnar Mario Draghi valda þessari gríðarlegu stöðutöku gegn ríkisskuldabréfunum.

Kosningar verða haldnar í landinu í september og útlit er fyrir að flokkar sem eru skeptískir á veru landsins í Evrópusambandinu fái um helming atkvæða. Fjárfestar telja að Ítalía ´se viðkvæmasta evrulandið þessa stundina, ekki síst vegna þessa pólitíska óróa.

Stöðutaka vogunarsjóðanna er sú mesta gegn ítölskum ríkisskuldabréfum frá árinu 2008. Samkvæmt S&P nam stöðutakan litlu meira árið 2008, eða um 43 milljörðum evra.