Góð samskipti hafa valið 30 vonarstjörnur í viðskiptalífinu í tengslum við birtingu 40/40 listans í ár. Listinn samanstendur af fólki sem miklar væntingar eru bundnar við á næstu árum og hefur nýverið vakið athygli fyrir hæfileika og metnað.

Sumir á listanum stýra nú þegar stórum einingum með fjölda millistjórnenda og starfsmanna en önnur eru komin með ábyrgð umfram formlegan starfstitil eða mannaforráð.

Góð samskipti hafa valið 30 vonarstjörnur í viðskiptalífinu í tengslum við birtingu 40/40 listans í ár. Listinn samanstendur af fólki sem miklar væntingar eru bundnar við á næstu árum og hefur nýverið vakið athygli fyrir hæfileika og metnað.

Sumir á listanum stýra nú þegar stórum einingum með fjölda millistjórnenda og starfsmanna en önnur eru komin með ábyrgð umfram formlegan starfstitil eða mannaforráð.

Valið byggir á ábendingum fólks sem þekkir vel til í viðskiptalífinu og hafa Góð samskipti valið 15 konur og 15 karla á listann að þessu sinni.

Andri Örn Gunnarsson er einn af þeim sem prýða listann en hann er sjóðsstjóri hjá Kviku banka og fjárfestingarstjóri fyrir nýjan framtakssjóð sem Kvika er að setja upp í Lundúnum. Andri vinnur einnig að því að styrkja tengsl milli íslenskra og erlendra fyrirtækja og fjárfesta.

Dagbjört Vestmann, forstöðumaður verslunarsviðs ELKO, er einnig á listanum en hún ber ábyrgð á sex verslunum ELKO sem hafa alls um 200 starfsmenn. Dagbjört byrjaði í afgreiðslu í verslun fyrirtækisins í Skeifunni en vann sig upp og hefur unnið flest störf sem til eru hjá fyrirtækinu.

Hinn 27 ára gamli Guðlaugur Bjarki Lúðvíksson rataði einnig inn á listann en hann er framkvæmdastjóri öryggis-, umhverfis- og umbótasviðs Norðuráls. Guðlaugur hefur unnið hjá Norðuráli frá árinu 2019 og hefur einnig sinnt rannsóknarstarfi hjá fyrirtækinu í kjölfar lokaverkefnis í námi sínu.

Listann má sjá í heild sinni hér.