Rekstur skipasmíða hefur oft verið erfiður hér á landi og mörg fyrirtækja týnt tölunni í gegnum áratugina. Sé horft til tekjuþróunar á síðustu árum var einungis eitt fyrirtæki sem jók tekjur sínar milli áranna 2019 og 2022.

Þetta kemur fram í 500 stærstu tölublaði Frjálsrar verslunar en áskrifendur geta lesið umfjöllunina í heild hér.

Nýsmíði á skipum hefur nánast lagst af á Íslandi og reiðir Slippurinn sig á tekjur af því að setja vinnslubúnað í skip og frystihús og þjónustar fiskeldisfyrirtæki, stóriðju, virkjanir og verksmiðjur.