Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, var launahæsti presturinn árið 2022 með tæplega tvær milljónir króna í mánaðarlaun samkvæmt Tekjublaði Frjálsrar verslunar.

Svavar Alfreð Jónsson, sóknarprestur á Akureyri, fylgir fast á hæla biskups með 1.97 milljónir króna að jafnaði á mánuði. Í þriðja sæti er Örnólfur Jóhannes Ólafsson, prestur og fyrrverandi sóknarprestur í Þingeyjarprestakalli með 1.88 milljónir.

Helga Soffía Konráðsdóttir, sóknarprestur og prófastur í Reykjavík, er í fjórða sæti með um 1,65 milljónir í mánaðarlaun en hún var efst á listanum árið 2021. Í fimmta sæti er síðan Gunnar Rúnar Matthíasson, sjúkrahúsprestur á Landspítala með 1,64 milljónir.

Tíu tekjuhæstu prestar landsins:

  1. Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands - 1.975 þúsund krónur
  2. Svavar Alfreð Jónsson, sóknarprestur Akureyrarprestakall - 1.966 þúsund krónur
  3. Örnólfur Jóhannes Ólafsson, prestur Þingeyjarprestakall - 1.884 þúsund krónur
  4. Helga Soffía Konráðsdóttir, sóknarprestur og prófastur í Reykjavík - 1.650 þúsund krónur
  5. Gunnar Rúnar Matthíasson, sjúkrahúsprestur Landspítala - 1.642 þúsund krónur
  6. Skúli Sigurður Ólafsson, sóknarprestur Neskirkju - 1.601 þúsund krónur
  7. Hjörtur Magni Jóhannsson, prestur Fríkirkjunnar í Reykjavík - 1.574 þúsund krónur
  8. Bragi Skúlason, fv. sjúkrahúsprestur Landspítala - 1.571 þúsund krónur
  9. Elína Hrund Kristjánsdóttir, sóknarprestur Odda - 1.456 þúsund krónur
  10. Dalla Þórðardóttir, prófastur Skagafjarðarprestakall - 1.364 þúsund krónur

Tekjublað Frjálsrar verslunar er komið út. Finna má blaðið á helstu sölustöðum en einnig má panta eintak hér.

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 4.495 kr. á mánuði