Davíð Helga­son, fjár­festir og með­stofnandi Unity Software, var næst launa­hæsti Ís­lendingurinn sam­kvæmt Tekju­blaðinu en mánaðar­laun hans námu 35,348 milljónum króna.

Haraldur Ingi Þor­leifs­son, stofnandi Ueno og fyrr­verandi yfir­maður hjá Twitter, var sá eini sem var tekju­hærri en Davíð með um 46 milljónir króna í mánaðar­tekjur á síðasta ári.

Davíð var lengst af bú­settur í Dan­mörku en flutti ný­lega til Ís­lands og hefur að undan­förnu unnið að því að setja á fót fjár­festinga­fé­lög um lofts­lags­tengd verk­efni á Ís­landi.

Davíð starf­rækir tvö fjár­festingar­fé­lög á Ís­landi, Foobar Iceland ehf. og Foobar Technologies. Lang­stærsta eign fyrr­nefnda fé­lagsins er hlutur Davíðs í Unity en það síðar­nefnda fjár­festir í tæknisprota­fyrir­tækjum.

Hlutur Davíðs metin á 41 milljarð

Í septem­ber árið 2020 var fé­lagið skráð í Kaup­höll New York og hækkaði gífur­lega í virði líkt og mörg önnur tækni­fyrir­tæki í heims­far­aldrinum.

Eftir skráningu átti Davíð 4% hlut í fé­laginu. Hann hefur aftur á móti lækkað eignar­hlut sinn í fé­laginu í nokkrum skrefum síðan.

Sam­kvæmt vef­miðlinum Benzinga hefur Davíð selt hluti í Unity fyrir rúma 32 milljarða ís­lenskra króna. Hann seldi síðast 12,500 hluti fyrir í byrjun ágúst fyrir 74 milljónir króna.

Davíð á enn 9,107,716 hluti í Unity sem eru 41 milljarðs króna virði á núverandi gengi.

Hægt er að kaupa Tekjublaðið í forsölu hér. Að auki verður blaðið til sölu í öllum helstu verslunum landsins.

Um er að ræða útsvarsskyldar tekjur á árinu 2022 og þurfa þær ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Munurinn getur falist í launum fyrir setu í nefndum og öðrum aukastörfum og hlunnindum vegna kaupréttarsamninga. Í launum sumra kann að vera falinn bónus vegna ársins 2021, sem greiddur var árið 2022. Miðað er við útsvarsstofn samkvæmt álagningarskrá. Í tölunum eru ekki fjármagnstekjur, t.d. af vöxtum, arði eða sölu hlutabréfa. Sleppt er skattfrjálsum dagpeningum, bílastyrkjum og greiðslum í lífeyrissjóði. Hafa verður í huga að inni í tekjunum getur líka verið einskiptisgreiðsla vegna úttektar á séreignarsparnaði hjá lífeyrissjóði.