Flugiðnaðurinn tók rækilega við sér á síðasta ári í sömu andrá og ferðaþjónustan, í kjölfar fullra afléttinga á takmörkunum vegna Covid-19 heimsfaraldurins. Icelandair var með mestu veltuna af öllum flugfélögum á síðasta ári. Velta félagsins nam 171,4 milljörðum króna og jókst um tæplega 100 milljarða á milli ára. Þannig var velta Icelandair nálægt veltunni árið 2019, sem var þá upp á 185 milljarða króna. Félagið tapaði 788 milljónum króna í fyrra, talsvert minna en á Covid árunum 2020-2021 þegar félagið tapaði samtals um 64 milljörðum króna.
Til að lesa meira
Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.
Verð frá 2.749 kr. á mánuði