Aflraunamaðurinn Hafþór Júlíus Björnsson var tekjuhæstur á síðasta ári í flokki íþróttafólks og þjálfara í Tekjublaði Frjálsrar verslunar sem kom út á föstudaginn 18. ágúst. Tekjur Hafþórs námu að jafnaði 5 milljónum króna á mánuði miðað við greitt útsvar.
Hafþór, sem er hvað frægastur fyrir hlutverk sitt í þáttunum Game of Thrones, rekur sína eigin líkamsræktarstöð og selur einnig skyr undir vörumerkinu Thor‘s Skyr.
Gunnar Lúðvík Nelson, bardagaíþróttamaður, er í öðru sæti listans með 2,4 milljónir á mánuði að jafnaði.
Í þriðja sæti á listanum er Eiður Smári Guðjohnsen með 2 milljónir á mánuði. Hann starfaði á síðasta ári sem þjálfari karlaliðs FH í knattspyrnu.
Á eftir Eiði Smára kemur Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari karlaliðs Breiðabliks í knattspyrnu. Tekjur Óskars námu að jafnaði 1,5 milljónum króna á mánuði miðað við greitt útsvar.
Tíu tekjuhæstu íþróttamenn og þjálfarar
- Hafþór Júlíus Björnsson, aflraunamaður - 5 milljónir króna
- Gunnar Lúðvík Nelson, bardagaíþróttamaður - 2,4 milljónir króna
- Eiður Smári Guðjohnsen, fv. knattspyrnuþjálfari FH - 2,2 milljónir króna
- Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks - 1,5 milljónir króna
- Líney Rut Halldórsdóttir, fv. frkvstj. ÍSÍ - 1,5 milljónir króna
- Klara Ósk Bjartmarz, frkvstj. KSÍ - 1,3 milljónir króna
- Bjarki Bergmann Gunnlaugsson, umboðsmaður í knattsp. - 1,3 milljónir króna
- Jón Þórir Sveinsson, fv. knattspyrnuþjálfari Fram - 1,2 milljónir króna
- Ásgeir Örn Hallgrímsson, handboltaþjálfari Hauka - 1,2 milljónir króna
- Haraldur Dean Nelson, frkvstj. Mjölnis - 1,2 milljónir króna
Hægt er að kaupa Tekjublaðið í forsölu hér. Að auki verður blaðið til sölu í öllum helstu verslunum landsins.
Til að lesa meira
Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.
Verð frá 4.495 kr. á mánuði