Aflraunamaðurinn Hafþór Júlíus Björnsson var tekjuhæstur á síðasta ári í flokki íþróttfólks og þjálfara í Tekjublaði Frjálsrar verslunar sem kom út í morgun. Tekjur hans námu að jafnaði 5 milljónum króna á mánuði miðað við greitt útsvar.

Hafþór, sem er hvað frægastur fyrir hlutverk sitt í þáttunum Game of Thrones, rekur sína eigin líkamsræktarstöð og er einnig byrjaður að selja skyr undir vörumerkinu Thor‘s Skyr.

Annie Mist Þórisdóttir, íþróttakona í Crossfit, er í öðru sæti listans með 3,5 milljónir á mánuði að jafnaði. Hún var í þriðja sæti sæti í síðustu útgáfu Tekjublaðsins þá með nærri 1,3 milljónir á mánuði.

Eiður Smári Guðjohnsen, knattspyrnuþjálfari FH, sem tók nýlega við sem þjálfari karlaliðs FH í fótbolta er í þriðja sætinu með 2 milljónir á mánuði. Hann starfaði á síðasta ári sem aðstoðarþjálfari karlalandsliðsins í knattspyrnu.

Hér eru þeir tíu tekjuhæstu:

  1. Hafþór Júlíus Björnsson, aflraunamaður 5 milljónir
  2. Annie Mist Þórisdóttir, Íþróttak. CrossFit 3,5 milljónir
  3. Eiður Smári Guðjohnsen, knattspyrnuþjálfari FH 2 milljónir
  4. Líney Rut Halldórsdóttir, frkvstj. ÍSÍ 1,6 milljónir
  5. Darri Freyr Atlason, fv. þjálfari KR í körfubolta 1,6 milljónir
  6. Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals í knattsp. 1,4 milljónir
  7. Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks í knattsp. 1,3 milljónir
  8. Klara Ósk Bjartmarz, frkvstj. KSÍ 1,2 milljónir
  9. Sigursteinn Arndal, þjálfari FH í handb. 1,2 milljónir
  10. Haraldur Dean Nelson, frkvstj. Mjölnis 1,2 milljónir

Tekjublað Frjálsrar verslunar kom út í morgun. Finna má blaðið á helstu sölustöðum en einnig má panta eintak hér.


Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 2.749 kr. á mánuði