Har­ald­ur Þorleifsson, stofnandi Ueno, var með 107 millj­ón­ir króna að meðaltali í tekj­ur á mánuði á síðasta ári. Haraldur hefur sagt frá því að hann hafi fengið megnið af söluhagnaði af hönn­un­ar­fyr­ir­tækinu Ueno til Twitter greidd sem laun. Haraldur er í efsta sæti á lista Tekjublaðs Frjálsrar verslunar yfir ýmsa menn úr atvinnulífinu.

Í öðru sæti listans er Gunnlaugur S. Gunnlaugsson, stjórnarformaður Lýsis, með 11 milljónir króna í mánaðartekjur á síðasta ári. Í þriðja sæti er svo Guðjón Rúnarsson, bifreiðastjóri, með 10 milljónir króna á mánuði.

187 manns á listanum eru með yfir eina milljón króna í launatekjur á mánuði. Þetta er meðal þess sem finna má í tekjublaði Frjálsrar verslunar sem komið er í verslanir, en blaðið hefur að geyma upplýsingar um tekjur um 4.000 Íslendinga.

Tíu tekjuhæstu af ýmsum mönnum í atvinnulífinu:

  1. Haraldur Ingi Þorleifsson, yfirm. hjá Twitter og stofn. Ueno - 107 milljónir króna
  2. Gunnlaugur S. Gunnlaugsson, stj.form. Lýsis - 11 milljónir
  3. Guðjón Rúnarsson, bifr.stj. - 10,1 milljón
  4. Hannes Hilmarsson, stj.form. Air Atlanta - 6,6 milljónir
  5. Ari Daníelsson, fjárfestir - 6,2 milljónir
  6. Stefán Eyjólfsson, Air Atlanta - 5,8 milljónir
  7. Óttar Magnús G. Yngvason, eigandi Haffjarðarár - 5,3 milljónir
  8. Magnús Stephensen, meðeig. Icelease - 4,4 milljónir
  9. Karólína D. Þorsteinsdóttir, viðskiptafr. - 4,3 milljónir
  10. Björn Óli Ö. Hauksson, fv. forstj. Isavia - 4,2 milljónir

Tekjublað Frjálsrar verslunar er komið út. Finna má blaðið á helstu sölustöðum en einnig má panta eintak hér.

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 4.495 kr. á mánuði