Þorsteinn V. Einarsson, kynjafræðingur og forsprakki samfélagsmiðilsins Karlmennskan.is, er tekjuhæstur áhrifavalda á samfélagsmiðlum með tæplega 1,4 milljónir á mánuði. Athafnakonurnar og áhrifavaldarnir Birgitta Líf Björnsdóttir og Eva Ruza Miljevic eru einnig með yfir eina milljón á mánuði. Þess bera að geta að Birgitta Líf starfar einnig sem markaðsstjóri World Class og Eva Ruza sem blaðamaður á útvarpsstöðinni K100.
Þetta er meðal þess sem finna má í tekjublaði Frjálsrar verslunar sem kom í verslanir í dag, en blaðið hefur að geyma upplýsingar um tekjur um 4.000 Íslendinga. Í blaðinu er meðal annars greint frá tekjum 60 áhrifavalda. Tæplega helmingur áhrifavaldanna er með tekjur undir lágmarkstaxta Eflingar, sem eru 357 þúsund krónur. Neðst á listanum er Þórhildur Magnúsdóttir, sem heldur úti vinsælli Instagram-síðu, sem nefnist Sundur og saman. Hún var með 26 þúsund krónur á mánuði í fyrra.
Hér eru þeir tíu tekjuhæstu:
- Þorsteinn V Einarsson, umsjónarm. Karlmennskunnar 1,4 milljónir króna
- Birgitta Líf Björnsdóttir, áhrifavaldur / markaðsstjóri World Class 1,3 milljónir
- Eva Ruza Miljevic, Skemmtikraftur og blaðamaður á K100 1,1 milljón
- Ingileif Friðriksdóttir, áhrifavaldur og aktívisti 913 þúsund
- Linda Benediktsdóttir, áhrifavaldur 683 þúsund
- Laufey Ebba Eðvarðsdóttir, Tiktok-stjarna 642 þúsund
- Ólöf Tara Harðardóttir, stjórnarkona Öfga 618 þúsund
- Pálína Axelsdóttir Njarðvík, instagramstjarna 597 þúsund
- Sunneva Eir Einarsdóttir, áhrifavaldur 564 þúsund
- Hjálmar Örn Jóhannsson, grínisti og áhrifavaldur 552 þúsund
Tekjublað Frjálsrar verslunar kom út í morgun. Finna má blaðið á helstu sölustöðum en einnig má panta eintak hér.
Til að lesa meira
Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.
Verð frá 2.749 kr. á mánuði