Þorsteinn V. Einarsson, kynjafræðingur og forsprakki samfélagsmiðilsins Karlmennskan.is, er tekjuhæstur áhrifavalda á samfélagsmiðlum með tæplega 1,4 milljónir á mánuði. Athafnakonurnar og áhrifavaldarnir  Birgitta Líf Björnsdóttir og Eva Ruza Miljevic eru einnig með yfir eina milljón á mánuði.  Þess bera að geta að Birgitta Líf starfar einnig sem markaðsstjóri World Class og Eva Ruza sem blaðamaður á útvarpsstöðinni K100.

Þetta er meðal þess sem finna má í tekjublaði Frjálsrar verslunar sem kom í verslanir í dag, en blaðið hefur að geyma upplýsingar um tekjur um 4.000 Íslendinga. Í blaðinu er meðal annars greint frá tekjum 60 áhrifavalda. Tæplega helmingur áhrifavaldanna er með tekjur undir lágmarkstaxta Eflingar, sem eru 357 þúsund krónur. Neðst á listanum er Þórhildur Magnúsdóttir, sem heldur úti vinsælli Instagram-síðu, sem nefnist Sundur og saman. Hún var með 26 þúsund krónur á mánuði í fyrra.

Hér eru þeir tíu tekjuhæstu:

  1. Þorsteinn V Einarsson, umsjónarm. Karlmennskunnar 1,4 milljónir króna
  2. Birgitta Líf Björnsdóttir, áhrifavaldur / markaðsstjóri World Class 1,3 milljónir
  3. Eva Ruza Miljevic, Skemmtikraftur og blaðamaður á K100 1,1 milljón
  4. Ingileif Friðriksdóttir, áhrifavaldur og aktívisti 913 þúsund
  5. Linda Benediktsdóttir, áhrifavaldur 683 þúsund
  6. Laufey Ebba Eðvarðsdóttir, Tiktok-stjarna 642 þúsund
  7. Ólöf Tara Harðardóttir, stjórnarkona Öfga 618 þúsund
  8. Pálína Axelsdóttir Njarðvík, instagramstjarna 597 þúsund
  9. Sunneva Eir Einarsdóttir, áhrifavaldur 564 þúsund
  10. Hjálmar Örn Jóhannsson, grínisti og áhrifavaldur 552 þúsund

Tekjublað Frjálsrar verslunar kom út í morgun. Finna má blaðið á helstu sölustöðum en einnig má panta eintak hér.

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 2.749 kr. á mánuði