Heildarvelta þeirra 15 kvikmyndaframleiðslufyrirtækja sem tekin eru saman í stuttri úttekt Frjálsrar verslunar nam 11 milljörðum króna í fyrra og jókst um 67% eða rúma 4,4 milljarða milli ára. Samanlagður hagnaður nam 441 milljón og þrefaldaðist.

Þetta kemur fram í bókinni 300 stærstu, sem var að koma út og hægt er að kaupa hér. Áskrifendur geta nálgast efnið úr bókinni hér.

Félagið Truenorth Nordic – sem vermir 249. sæti á 300 stærstu-listanum í ár – bar höfuð og herðar yfir hin hvað veltu varðar en hagnaðarkrúnuna tekur framleiðslufyrirtæki Baltasars Kormáks, RVK Studios, með 214 milljóna hagnað, sem að vísu er lítillegur samdráttur frá í fyrra.

Veltan jókst hjá 13 af 15 fyrirtækjum og hagnaðurinn hjá 9 af 15 milli ára, en miklar sveiflur geta verið milli einstakra fyrirtækja í greininni.

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 4.495 kr. á mánuði