Velta flestra af stærstu lögmannsstofum landsins stóð nokkurn veginn í stað á árinu 2022 samanborið við árið áður, að undanskildu BB Fjeldco sem jók veltuna um 12% á milli ára. Logos er sem fyrr stærsta lögmannsstofa landsins með rúmlega 2,1 milljarða króna veltu á síðasta ári, og nam hagnaður stofunnar 418 milljónum króna. Logos rekur sögu sína allt aftur til ársins 1907 þegar Sveinn Björnsson, síðar fyrsti forseti Íslands, opnaði málflutningsskrifstofu í Kirkjustræti í Reykjavík. Framkvæmdastjóri stofunnar er Benedikt Egill Árnason.
Þegar litið er til veltu er BBA Fjeldco næst stærsta lögmannstofa landsins, en velta stofunnar nam 1,4 milljörðum króna í fyrra. Hagnaðist stofan um 368 milljónir króna, sem gerir hagnaðarhlutfall upp á 26%. Stofan varð til fyrir fjórum árum síðan við sameiningu lögmannsstofanna BBA og Fjelsted & Blöndal.
Til að lesa meira
Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.
Verð frá 2.749 kr. á mánuði