Velta flestra af stærstu lögmannsstofum landsins stóð nokkurn veginn í stað á árinu 2022 samanborið við árið áður. Logos er sem fyrr stærsta lögmannsstofa landsins með rúmlega 2,1 milljarða króna veltu á síðasta ári, og nam hagnaður stofunnar 418 milljónum króna.

Þegar litið er til veltu er BBA Fjeldco næst stærsta lögmannsstofa landsins, en velta stofunnar nam 1,4 milljörðum króna í fyrra. Hagnaðist stofan um 368 milljónir króna, sem gerir hagnaðarhlutfall upp á 26%.

LEX er þriðja stærsta lögmannsstofa landsins með veltu upp á tæplega 1,4 milljarða króna. Þá er Landslög fjórða stærsta stofan hér á landi með 856 milljón króna veltu. Hagnaðist stofan um 176 milljónir samanborið við rúmlega 200 milljóna hagnað árið áður.

Sex aðrar íslenskar lögmannstofur veltu umfram hálfri milljón króna í fyrra. Það eru Lögheimtan, Juris, Fulltingi, MAGNA Lögmenn, Mörkin lögmannsstofa og Lögfræðistofa Reykjavíkur.

Nánar er fjallað um málið í bókinni 500 stærstu. Áskrifendur geta lesið greinina í heild hér. Hægt er að kaupa bókina hér.