Á lista yfir 35 tekjuhæstu söngvara landsins eru fimm með meira en milljón krónur í tekjur árið 2022 og einn söngvari með yfir tvær. Sigríður Beinteinsdóttir í Stjórninni er á toppnum með ríflega 2,2 milljónir í laun á mánuði samkvæmt Tekjublaði Frjálsrar verslunar.

Í öðru sæti er Helgi Björnson, eða Helgi Björns, með tæplega 1,4 milljónir. Í þriðja sæti Jón Ólafsson, oftast kenndur við hljómsveitina Ný Dönsk, með 1,2 milljónir. Kristinn Sigmundsson óperusöngvari er svo í fjórða sæti listans með ríflega milljón í laun á mánuði. Kristinn starfar mikið erlendis og má því vænta þess að heildartekjur hans séu hærri en þetta. Það á reyndar við um fleiri á listanum. Björgvin Halldórsson er svo sá síðasti sem rífur milljón króna múrinn.

Á botninum situr svo söngkonan sem á vinsælasta lag landsins um þessar myndir, Parísarhjól. Það er Guðrún Ýr Eyfjörð Jóhannesdóttir eða GDRN. Hún var með 376 þúsund krónur að meðaltali í laun á mánuðir árið 2022.

Athygli vekur að bræðurnir Friðrik Dór Jónsson og Jón Ragnar Jónsson eru með nákvæmlega sömum mánaðarlaun eða 541 þúsund. Það er líklega tilviljun frekar en að þeir séu með sama endurskoðanda.

Hér fyrir neðan er listi yfir 35 launahæstu söngvara landsins.

Hægt er að kaupa Tekjublaðið í forsölu hér. Að auki verður blaðið til sölu í öllum helstu verslunum landsins.

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 4.495 kr. á mánuði