Ólafur Björnsson rekur fjölda fyrirtækja í gegnum heildsölu- og fjárfestingarfélagið Dalsnes. Hann er meðal ríkustu Íslendinganna samkvæmt úttekt Frjálsrar verslunar.
Dalsnes er næststærsta heildsala landsins miðað við veltu. Stærsta eign Dalsness er matvöruheildverslunin Innnes.
Dalsnes á helmingshlut í Lindarvatni ehf. á móti Icelandair Group, en Lindarvatn hefur unnið að byggingu hótels og annars atvinnuhúsnæðis á Landssímareitnum við Austurvöll.
Ólafur var einnig meirihlutaeigandi norrænu matvælaheildsölunnar Haugen Gruppen þar til hann seldi sig út úr fyrirtækinu árið 2017.
Áskrifendur geta lesið um 50 ríkustu Íslendingana í nýjasta tölublaði Frjálsrar verslunar og þá er hægt að kaupa tölublaðið hér.
