Reynir Grétarsson er einn stofnenda CreditInfo og rekur fjárfestingafélagið InfoCapital. Hann er meðal ríkustu Íslendinganna samkvæmt úttekt Frjálsrar verslunar.

Reynir er enn einn stærsti hluthafi CreditInfo með 38% hlut, en hann seldi meirihluta í fyrirtækinu til bandarísks framtakssjóðs árið 2021.

Reynir, sem er lögfræðingur, var lengst af forstjóri CreditInfo og leiddi uppbyggingu félagsins víða um heim. Í kjölfarið sölunnar árið 2021 tók hann tímabundið við sem forstjóri greiðslukortafélagsins SaltPay á Íslandi.

Þá hefur Reynir meðal annars fjárfest í Kviku banka, Arion banka og Icelandair. InfoCapital á stóran hlut í Sýn í gegnum fjárfestingarfélagið Gavia Invest, en síðarnefnda félagið er stærsti hluthafi Sýnar með 15,7% hlut.

Áskrifendur geta lesið um 50 ríkustu Íslendingana í nýjasta tölublaði Frjálsrar verslunar og þá er hægt að kaupa tölublaðið hér.

Fjallað er um ríkustu Íslendingana í nýju tölublaði Frjálsrar verslunar.