Systkinin Anna Guðmundsdóttir og Ingi Jóhann Guðmundsson eru stærstu hluthafar fjárfestingarfélagsins Kjálkaness með samtals 45% hlut. Þau eru meðal ríkustu Íslendinganna samkvæmt úttekt Frjálsrar verslunar.
Systkinin eiga jafn stóran hlut í útgerðarfélaginu Gjögri, systurfélagi Kjálkaness, og er Ingi framkvæmdastjóri útgerðarfélagsins.
Kjálkanes seldi eignarhluti í Síldarvinnslunni fyrir 17 milljarða króna samhliða skráningu félagsins á aðalmarkað í maí 2021. Fór eignarhlutdeild Kjálkaness í Síldarvinnslunni úr 34,23% í upphafi árs 2021 í 17,44% í lok árs 2021.
Í dag er Kjálkanes næststærsti hluthafi Síldarvinnslunnar á eftir Samherja, með rúmlega 16% hlut.
Kjálkanes á ýmis markaðsverðbréf og átti meðal annars um tíma hluti í Arion banka. Í dag er félagið næststærsti einkafjárfestirinn í Festi með 1,92% hlut.
Áskrifendur geta lesið um 50 ríkustu Íslendingana í nýjasta tölublaði Frjálsrar verslunar og þá er hægt að kaupa tölublaðið hér.
