Bjarni Ármannsson hóf sinn feril í bankageiranum, þegar hann vann sig upp í bankastjórastöðu hjá Kaupþingi árið 1996. Ári síðar var hann ráðinn forstjóri FBA og varð Bjarni bankastjóri Íslandsbanka og Glitnis fram til ársins 2007.
Bjarni rekur fjárfestingarfélagið Sjávarsýn. Félagið á allt hlutafé í Gasfélaginu og 51% hlut í Fálkanum-Ísmar auk þess að eiga 80% hlut í hreinlætisvörufyrirtækinu Tandur, hlut í skipaflutningafélaginu Cargow sem sérhæft hefur sig í skipaflutningum fyrir áliðnaðinn, Domino’s á Íslandi og skósölufyrirtækinu S4S.
Bjarni hefur gegnt stöðu forstjóra Iceland Seafood International frá árinu 2019 og er stærsti hluthafi félagsins.
Áskrifendur geta lesið um 50 ríkustu Íslendingana í nýjasta tölublaði Frjálsrar verslunar og þá er hægt að kaupa tölublaðið hér.
