Áhrifin af framleiðslu hinna vinsælu spennuþátta True Detective hér á landi blasir við á lista yfir rekstrartölur átta stærstu kvikmyndaframleiðenda landsins í fyrra.
Þetta kemur fram í 500 stærstu tölublaði Frjálsrar verslunar en áskrifendur geta lesið umfjöllunina í heild hér.
Stærsta félagið, Truenorth Nordic – sem sá um framleiðslu True Detective – velti vel á ellefta milljarð sem var meira en þreföldun milli ára.
Veltuaukning Truenorth ein og sér var meiri en samanlögð velta allra þessara átta félaga árið áður, þótt það breytist að vísu ef framleiðslufélag Baltasars Kormáks, RVK Studios, er tekið með í reikninginn.
Nánar er fjallað um framleiðslufyrirtæki í bókinni 500 stærstu sem kom út miðvikudaginn 6. desember. Hægt er að kaupa bókina hér.