Ritið 300 stærstu, sem gefið er út af Frjálsri verslun, var að koma út. Þar er að finna ítarlegar upplýsingar um stærstu fyrirtæki landsins og er miðað við ársreikninga fyrir síðasta ár, árið 2021. Í bókinni er fyrirtækjunum raðað er eftir veltu, en einnig eftir geirum, starfsmannafjölda, meðallaunum og á fleiri vegu .

Marel er stærsta fyrirtæki landsins annað árið í röð en félagið velti ríflega 204 milljörðum króna á síðasta ári. Marel ber höfuð og herðar yfir önnur félög á listanum en í öðru sæti eru Hagar með 136,6 milljarða króna í veltu.

Marel féll þó niður um nokkur sæti á listanum yfir mesta hagnaðinn en Landsbankinn trónir þar á toppnum.

Meðfylgjandi er listi yfir tíu stærstu fyrirtæki landsins, sé horft til veltu árið 2021. Þrjú fyrirtæki sem reka álver komast á topp 10 listann í ár sem rekja má til mikillar álverðshækkunar í fyrra.

Nánar er fjallað um málið í bókinni 300 stærstu. Hægt er að kaupa eintak af bókinni hér .

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 4.495 kr. á mánuði