Stærstu tannlæknastofur landsins juku allflestar tekjur sínar talsvert á milli áranna 2022 og 2021. Í fyrra námu tekjur tíu af stærstu tannlæknastofum landsins tæpum 3,9 milljörðum króna og jukust um 13% á milli ára, úr 3,4 milljörðum árið 2021. Mestur var vöxturinn hjá Tannbjörgu ehf. og Bragur ehf., eða 58% og 23%. Tekjur LBE tannréttinga ehf. drógust saman um 2% á milli ára og tekjur Breiðaklappar slf. drógust saman um 1%.
Tannlæknastofan Hlýja stóð að baki um 30% tekna tíu stærstu tannlæknastofanna, og var stofan með rúmlega 1,1 milljarð í tekjur í fyrra. Á eftir Hlýju kemur Tannlæknastofan Valhöll með tæplega 550 milljón króna veltu. Tannlæknastofan Valhöll tapaði hins vegar 15 milljónum í fyrra og skilaði stofan jafnframt síðast hagnaði árið 2019, sem nam þá tæpum tveimur milljónum króna. Aðrar tannlæknastofur voru með tekjur á bilinu 215 til 370 milljónir króna.
Til að lesa meira
Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.
Verð frá 2.749 kr. á mánuði