Tekjublað Frjálsrar verslunar kemur í allar helstu verslanir á morgun. Í blaðinu verður greint frá tekjum um 4.000 Íslendinga á árinu 2022, allt frá forstjórum til áhrifavalda á samfélagsmiðlum. Blaðinu verður dreift til áskrifenda á laugardaginn.

Til upprifjunar má geta þess að samkvæmt Tekjublaði Frjálsrar verslunar, sem kom út fyrir ári, var Magnús Steinarr Norðdahl tekjuhæsti Íslendingurinn árið 2021.

Hægt er að kaupa Tekjublaðið í forsölu hér. Að auki verður blaðið til sölu í öllum helstu verslunum landsins.