Þórarinn Hjálmarsson, þjálfunarflugstjóri Icelandair, var sá tekjuhæsti í fluggeiranum hér á landi á síðasta ári með 3,8 milljónir króna á mánuði. Haraldur Ólafsson flugumferðarstjóri var næstur með 3,6 milljónir.
Nokkra athygli vekur að á topp 10 listanum eru fimm starfsmenn hjá ríkinu, þrír af þeim starfa hjá Landhelgisgæslunni og tveir eru flugumferðarstjórar. Þetta er meðal þess sem finna má í tekjublaði Frjálsrar verslunar sem komið er í verslanir, en blaðið hefur að geyma upplýsingar um tekjur um 4.000 Íslendinga.
10 tekjuhæstu í fluggeiranum:
- Þórarinn Hjálmarsson, Þjálfunarflugstjóri Icelandair 3,8 milljónir króna
- Haraldur Ólafsson, flugumferðarstj. 3,6 milljónir
- Ólafur Bragason, flugstj. Icelandair 3,5 milljónir
- Garðar Árnason, flugöryggisfulltrúi Lanhelgisg. 3,4 milljónir
- Þórhallur Haukur Reynisson, flugrekstrarstj. Icelandair 3,4 milljónir
- Jakob Ólafsson, flugstj. Landhelgisgæslan 3,4 milljónir
- Björn Brekkan Björnsson, flugstj. Landhelgisg. 3,3 milljónir
- Þórður Guðni Pálsson, flugumferðarstj. 3,2 milljónir
- Ólafur Örn Jónsson, flugm. Atlanta 3,2 milljónir
- Linda Gunnarsdóttir, yfirflugstj. Icelandair 3,2 milljónir
Tekjublað Frjálsrar verslunar er komið út. Finna má blaðið á helstu sölustöðum en einnig má panta eintak hér.
Til að lesa meira
Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.
Verð frá 2.749 kr. á mánuði