Turnarnir tveir í endurskoðunar og bókahaldsgeiranum hér á landi, KPMG og Deloitte, bera venju samkvæmt höfuð og herðar yfir önnur félög í geiranum hvað veltu og hagnað varðar. Í bókinni 500 stærstu, sem kom út á dögunum, er m.a. fjallað um afkomu stærstu endurskoðunar- og bókhaldsfyrirtækja landsins á síðasta ári.
Bæði félög voru nálægt því að rjúfa sex milljarða veltu-múrinn en Deloitte skilaði meiri hagnaði, 752 milljónum, samanborið við 527 milljóna hagnað KPMG. KPMG jók tekjur sínar um 11% árið 2022 miðað við árið áður en tekjur Deloitte jukust um 5%. Hagnaður KPMG jókst um 53 milljónir milli ára meðan hagnaður Deloitte dróst saman um 105 milljónir.