Árni Sigurðsson, framkvæmdastjóri stefnumótunar og stefnumarkandi rekstrareininga hjá Marel, er launahæstur næstráðenda í atvinnulífinu. Launatekjur hans á síðasta ári námu 22,6 milljónum króna á mánuði.

Í öðru sæti listans er annar starfsmaður Marel en það er Davíð freyr Oddsson, yfirmaður mannauðsmála hjá fyrirtækinu. Hann var með 20 milljónir króna í mánaðartekjur á síðasta ári. Í þriðja sæti er svo Árni Harðarson, aðstoðarforstjóri lyfjafyrirtækisins Alvogen.

Um 70 næstráðendur í atvinnulífinu eru með yfir 3 milljónir króna í launatekjur á mánuði. Þetta er meðal þess sem finna má í tekjublaði Frjálsrar verslunar sem komið er í verslanir, en blaðið hefur að geyma upplýsingar um tekjur um 4.000 Íslendinga.

Tíu tekjuhæstu næstráðendur:

  1. Árni Sigurðsson, frkvstj. hjá Marel - 22.6 milljónir króna
  2. Davíð Freyr Oddsson, yfirm. mannauðsmála Marel - 20 milljónir
  3. Árni Harðarson, aðstoðarforstjóri Alvogen - 15 milljónir
  4. Hlynur Elísson, fjármálastj. LS Retail 13,5 - milljónir
  5. Viðar Erlingsson, frkvstj. hjá Össuri - 7.9 milljónir
  6. Ágúst Friðrik Hafberg, frkvstj. viðskiptaþr. Norðuráls - 7 milljónir
  7. Geir Valur Ágústsson, frkvstj. fjárm. hjá Air Atlanta - 6,6 milljónir
  8. Sigurður Arnar Jónsson, fv. forstj. Motus - 6,3 milljónir
  9. Davíð Hermann Brandt, fv. hugbúnaðarsérfr. Asana - 6,1 milljón
  10. Pétur Guðjónsson, fv. yfirm. alþjóðl. sölu og þjón. Marel 6,1 milljón

Tekjublað Frjálsrar verslunar kom út í morgun. Finna má blaðið á helstu sölustöðum en einnig má panta eintak hér.

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 4.495 kr. á mánuði