Þegar kom að mest lesnu aðsendu greinum ársins á vb.is var meðal annars fjallað um gífuryrði í þjóðmálaumræðunni, ritdeilu um skatta og væntingar og verðbólgu í tengslum við kjarasamningagerð.

1. Fólk með sleggju

Svanhildur Hólm Valsdóttir, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands, benti á að það geti verið hollt fyrir alla að átta sig á eigin takmörkunum áður en stóra sleggjan er dregin fram í þjóðmálaumræðunni.

2. Þá sjaldan Viðskiptaráð Íslands segir rétt frá

Haukur Viðar Alfreðsson, doktorsnemi í skattahagfræði, tókst á við sérfræðinga Viðskiptaráðs um skattkerfið í pistlaröð í Viðskiptablaðinu.

3. Að giftast til fjár

„Þannig geta þeir sem hyggja á hjúskap nú yljað sér við þá hugmynd að af athöfninni leiði atvinnurekstur í heimanmund frá ríkisvaldinu,“ skrifaði Jón Elvar Guðmundsson einn eigenda Logos í pistli á árinu.

4. Glýja um milljón á mánuði

Halldór Benjamín Þorbergsson er framkvæmdastjóri SA og Hannes G. Sigurðsson er ráðgjafi stjórnar SA skrifuðu grein í júlí þar sem bent var á að bólgin loforð um að sækja óraunhæfar launahækkanir hafi sýnt sig að væri glýjan ein þegar komið hefur að aukningu kaupmáttar launa.

5. Hugvitið virkjar á Tene

„Við gætum miðlað af sérfræðiþekkingu okkar og hjálpað Tenebúum að nýta þá möguleika sem eldfjallaeyjan í suðri býður upp á," skrifaði Anna Hrefna Ingimundardóttir aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins í pistli á árinu.