afnarnir bíða spenntir eftir að Þorvarður Hjaltason, fyrrverandi framkvæmdastjóri Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga, tjái sig um fjárhagsáætlun borgarinnar og þá dökku mynd sem hún dregur af fjárhags borgarinnar.

Sem kunnugt er blandaði hann sér í kosningabaráttuna þegar hann lýsti yfir í grein í Kjarnanum að þeir sem lýstu yfir áhyggjum af fjárhagsstöðunni færu annað hvort vísvitandi með ósannindi eða væru hreinlega bjánar. Greinin vakti mikla athygli og var mikið hampað af frambjóðendum flokkana sem eru í meirihluta og stuðningsmönnum þeirra. Að því sögðu endurspeglar fjármálaáætlunin mikla trú meirihlutans á Einari Þorsteinssyni oddvita Framsóknar en rekstur borgarinnar á að verða jákvæður þegar hann tekur við sem borgarstjóri af Degi.

Huginn & Muninn er einn af skoðanadálkum Viðskiptablaðsins. Þessi birtist 27. október.