Bankasýsla ríkisins skilaði athugasemdum sínum við skýrslu Ríkisendurskoðunar um seinna hlutafjárboðið í Íslandsbanka rétt fyrir miðnætti á þriðjudag.
Skömmu áður hafði Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi sagt í fjölmiðlum að skýrslan myndi birtast á næstu dögum en það hefur hann gert með reglubundnum hætti frá því að stofnunin var fengin til að taka út Íslandsbankasöluna í sumar. Hrafnarnir heyra að það sé ólíklegt enda séu athugasemdir Jóns Gunnars Jónssonar og hans manna í Bankasýslunni viðamiklar. Þannig heyrðu hrafnarnir að greinargerðin með athugasemdunum Bankasýslunnar séu umtalsvert lengri en sjálf skýrsla Ríkisendurskoðunar. Starfsmenn Ríkisendurskoðunar munu því væntanlega sitja með sveitt ennið næstu daga að fara yfir þær og taka tillit til þeirra eftir atvikum.
Huginn & Muninn er einn af skoðanadálkum Viðskiptablaðsins. Þessi birtist 27. október.