Launþegar hjá hinu opinbera eru um 33% af heildarfjölda launafólks í landinu. Á undanförnum árum hefur launafólki í opinberum greinum fjölgað mun hraðar en í öðrum greinum. Laun opinberra starfsmanna hafa hækkað hraðar en laun á almennum markaði og réttarstaða þeirra hefur verið styrkt. Einkafyrirtæki bregðast við vaxandi samkeppni með því að draga úr kostnaði við starfsmannahald samhliða bættri þjónustu við viðskiptavini. Hið opinbera hefur ekki breytt skipulagi og starfsháttum í sama mæli.
Á árinu 2019 var embætti tollstjóra lagt niður og sameinað ríkisskattstjóra. Sameinuð stofnun ber heitið Skatturinn. Sameiningin var afurð vinnu nefndar um aukna skilvirkni í skattframkvæmd, álagningu og innheimtu opinberra gjalda. Í greinargerð með frumvarpi sem lagt var fram á Alþingi vegna sameiningarinnar kom fram að gert var ráð fyrir miklum samlegðaráhrifum og hagræði. Meðal annars var vísað til aukinnar sjálfvirknivæðingar embættanna og aukins framboðs stafrænnar þjónustu.
Til að lesa meira
Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.
Verð frá 2.749 kr. á mánuði