Sem kunnugt er þá hafa stjórnvöld leitað til Steinþórs Pálssonar, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans, til að leiða viðræður við kröfuhafa ÍL-sjóðs.
Sjóðurinn er arftaki Íbúðalánasjóðs og skuldar hann hundruð milljarða króna. Þannig eiga lífeyrissjóðir skuldabréf sjóðsins að andvirði 640 milljarða auk vaxta og verðbóta til uppgjörsdags. Miklir hagsmunir eru í húfi fyrir ríkissjóð að ná viðunandi samkomulagi við lífeyrissjóðina og aðra kröfuhafa og Steinþórs bíður því ærið verkefni.
Hrafnarnir heyrðu hins vegar að því að það hafi ekki farið vel á stað. Þannig fengu fulltrúar þeirra lífeyrissjóða sem eiga hagsmuni að gæta fundarboð frá Steinþóri í vikunni. Hins vegar rataði það sjálfkrafa í ruslpósthólfið hjá sumum sjóðanna þar sem að Steinþór kaus að senda boðið úr sínu einkanetfangi hjá Gmail.