Töluvert líf hefur verið á leikmannamarkaðnum í Stjórnarráðinu í vikunni
Þrír ráðuneytisstjórar voru fluttir til í starfi innan Stjórnarráðsins. Þá lét Gissur Pétursson látið af embætti ráðuneytisstjóra í félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu að eigin ósk en samkvæmt tilkynningu frá Stjórnarráðinu mun hann starfa áfram sem sérfræðingur í ráðuneytinu. Hrafnarnir velta fyrir sér hvernig það að búa til nýja stöðu sérfræðings, sem ekki hefur verið þörf á til þessa, á háum launum samræmist áherslu ríkisstjórnarinnar um hagræðingu.
Ásdís Halla Bragadóttir tekur við starfi Gissurar en hún kemur úr iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu þar sem hún var skipuð af Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur á sínum tíma. Hröfnunum hefur verið bent á að Ásdís og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir eru góðar vinkonur og velta sumir fyrir sér hvort hún sé komin í ráðuneytið til þess að gegna hlutverki einhvers konar „Bítlagæslumanns“ Ingu Sælands félagsmálaráðherra svo vísað sé í frægar heimsóknar Ringo Starr til Atlavíkur hér um árið og gert var ódauðlegt í Stuðmannalaginu Hringur og bítlagæslumennirnir sem Inga hefur ekki sungið opinberlega - enn sem komið er allavega.
Huginn og Muninn er einn af föstum ritstjórnardálkum Viðskiptablaðsins. Þessi birtist fyrst í blaðinu sem kom út 8. janúar 2025.