Viðbrögð við frétt Ríkisútvarpsins um samkeppni Samtakanna 78 um kynhlutlaust nýyrði yfir fólk sem á barnabörn og skilgreinir sig hvorki sem karl né konu vöktu athygli á dögunum. Eins og fram kemur í frétt Ríkisútvarpsins er lýst eftir tillögum að fimm orðum sem ná yfir kynsegin og kynhlutleysi – meðal annars kynhlutlaust ábendingarfornafn í eintölu og nýrri skammstöfun fyrir kynsegin í samkeppninni Hýryrði 2023. Þá segir að sú tillaga sem flest virðist hafa skoðun á sé um kynhlutlaust orð yfir foreldri foreldra – sem hingað til hafa verið nefnd afi og amma. Viðbrögðin á samfélagsmiðlum hafa verið sterk – frétt birtist á mbl.is um málið og um miðjan dag í dag höfðu hátt í 1.000 skrifað athugasemdir við hana.

Í fréttinni segir:

„Þetta eru athugasemdir á borð við: Hvaða kjaftæði er þetta? Ég er amma og maðurinn minn afi. Málið er dautt! Er ekki bara best að flókna fólkið, kynsegin og allt hitt, finni bara út úr þessu sjálft fyrir sig? Þvílíkt og annað eins bull! Og – svo þessi athugasemd: Guð blessi Ísland.“

Þar að auki fór fréttamaður og ræddi við vegfarendur um málið. Í stuttu máli virtust þeir með einum eða öðrum hætti vera sammála um að fólk gæti svo sem kallað sig þeim nöfnum sem það vildi en almennt virtust flestir sammála um halda í hugtökin afa og ömmu. Íhaldssemi í þessum efnum ætti ekki að koma neinum á óvart.

En fréttin féll í grýttan jarðveg hjá sumum. Vísir fjallaði um málið og sagði meðal annars frá viðbrögðum Bjarndísar Helgu Tómasdóttur, varaformanns Samtakanna 78, á samfélagsmiðlum. Helga skrifaði á Facebook:

Það sem mér finnst furðulegt og í raunar algjörlega óásættanlegt var að í stað þess að gefa sérfræðingum meira rými til þess að skýra um hvað málið snýst valdi RÚV að vera með svo gamaldags gjörning að mér leið eins og árið væri 1995. Þar gaf RÚV fólki á götunni fleiri fleiri mínútur til þess að segja skoðun sína á einhverju sem tengist tilveru hinsegin fólks.“

Eins og fram kemur í frétt Vísis féll færslan í góðan jarðveg. Eigi að síður afhjúpar hún einkennileg viðhorf til fréttamennsku. Það er að segja að það sé eitthvað athugavert við það að fréttamenn taki fólk á förnum vegi tali og spyrji það út í málefni líðandi stundar. Þvert á móti er sjálfsagt að fréttamenn endurómi orðið á götunni og almenningsálitið í fréttum, hvert svo sem það er hverju sinni. Nærtækt er að nefna að nýlega leitaði fréttamaður eftir áliti vegfarenda í Skeifunni á sátt Íslandsbanka við fjármálaeftirlit Seðlabankans. Þó svo að þær skoðanir sem þar voru látnar í ljós rímuðu ekki að öllu leyti við staðreyndir málsins sendi Félag viðskipta- og hagfræðinga ekki frá sér harðorða ályktun þar sem vinnubrögð fréttastofunnar voru fordæmd og gagnrýnd fyrir að leita ekki álits hjá sérfræðingum í stað þess að tala við almenning.

***

Eins og flestir vita vafalaust hófst eldgos við fjallið Litla-Hrút á Reykjanesskaga á mánudag. Íslenskir fjölmiðlar eru þrautþjálfaðir í að fjalla um eldgos og hamfarir þeim tengdar og eins og við var að búast hafa þeir staðið sig vel í að fjalla um þetta gos.

En það er greinilegt að íslenskir fjölmiðlamenn eru upp til hópa afar áhugasamir um að fjalla um eldgos og verða óþreyjufullir þegar greint er frá atburðarás sem líkleg þykir til að leiða til eldsumbrota. Ákafinn verður svo mikill að margt hjákátlegt fer að rata í fréttir af jarðhrær-ingum. Þannig sagði Ríkisútvarpið frá því í vikunni að ryk hefði þyrlast upp við grjóthrun í Keili eftir að skjálfti reið yfir. RÚV sagði einnig frá því að einhver Ísfirðingur hefði fundið fyrir skjálftanum.

Þarna virðist RÚV vera komið í sama ham og fréttastofan var í í aðdraganda síðasta goss á Reykjanesskaga. Þá sagði fréttastofan frá því að „þvottagrind í Bryggjuhverfinu í Reykjavík vaggaði vel og lengi“ þegar stór skjálfti reið yfir og á sama tíma hefði „strákur sem var staddur á salerni í Staðarskála þurfti að styðja sig við vegg þegar skjálftinn reið yfir“.

***

Sem kunnugt er varð uppi fótur og fit eftir að sátt Íslandsbanka við fjármálaeftirlit Seðlabankans var kunngjörð á dögunum. Öllum var ljós sá álitshnekkir fyrir Íslandsbanka sem fram komu í sáttinni. Athygli vakti að tvö fjármálafyrirtæki stigu fram í kjölfarið og sögðu fjölmiðlum að viðskiptavinum sínum hefði fjölgað mikið eftir að sáttin leit dagsins ljós.

Þannig steig netbankinn Indó fram í fjölmiðlum og sagði að viðskiptavinum hefði fjölgað um fjögur hundruð fyrstu dagana eftir að sáttin var kynnt. Landsbankinn lék sama leik. Í frétt Morgunblaðsins um fjölgun viðskiptavina Landsbankans segir:

Viðskiptavin-um Lands-bank-ans hefur fjölgað óvenju mikið á síðustu dög-um og bank-an-um hef-ur einnig borist tals-verður fjöldi af fyr-ir-spurn-um um flutn-ing á viðskipt-um.

Þetta staðfestir Karítas -Ríkharðsdótt-ir, sér-fræðingur í samskiptum hjá Landsbankanum, í skrif-legu svari við fyrirspurn mbl.is.”

Þrátt fyrir ekkert bendi til þess að fjármálastöðugleika hafi verið ógnað og áhlaup í einhverri mynd hafi verið gert að Íslandsbanka var ekkert um það vitað á þeim tíma sem fréttin um fjölgun viðskiptavina Landsbankans birtist. Þess vegna er óljóst orðalag í fréttinni óheppilegt svo ekki sé sterkar að orði kveðið. Indómenn gengu hreint og beint til verks og sögðu hversu mikið viðskiptavinum fjölgaði og fram kemur í frétt Vísi um málið hvernig þróunin er venjulega og að stjórnendur netbankans fullyrtu ekkert um að fjölgunin nú hefði eitthvað með málefni Íslandsbanka að gera.

Það hefði vissulega verið áhugavert ef blaðamaður Morgunblaðsins hefði leitað eftir svörum hjá sérfræðingi Landsbankans í samskiptum um hversu mikið viðskiptavinum hefði fjölgað þá daga um var spurt. Hugtakið „óvenju mikið“ segir lítið og er gagnslaust í þessu samhengi. Þá hefði einnig verið áhugavert ef leitað hefði verið svara um með hvað hætti bankanum barst talsverður fjöldi af fyrirspurnum um flutning á viðskiptum. Ekki síst í ljósi þess að flestum ætti að vera kunnugt um að sáraeinfalt er að stofna til reikningsviðskipta við banka með rafrænum skilríkjum og millifæra milli banka. Og allir þeir sem hafa þurft að leita svara hjá banka á síðustu árum um einhver álitaefni vita sem er að nánast ómögulegt er að ná símasambandi við þá.

Þetta er hluti úr Fjölmiðlapistli sem birtist í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins. Áskrifendur geta nálgast pistilinn í heild sinni hér.

Viðbrögð við frétt Ríkisútvarpsins um samkeppni Samtakanna 78 um kynhlutlaust nýyrði yfir fólk sem á barnabörn og skilgreinir sig hvorki sem karl né konu vöktu athygli á dögunum. Eins og fram kemur í frétt Ríkisútvarpsins er lýst eftir tillögum að fimm orðum sem ná yfir kynsegin og kynhlutleysi – meðal annars kynhlutlaust ábendingarfornafn í eintölu og nýrri skammstöfun fyrir kynsegin í samkeppninni Hýryrði 2023. Þá segir að sú tillaga sem flest virðist hafa skoðun á sé um kynhlutlaust orð yfir foreldri foreldra – sem hingað til hafa verið nefnd afi og amma. Viðbrögðin á samfélagsmiðlum hafa verið sterk – frétt birtist á mbl.is um málið og um miðjan dag í dag höfðu hátt í 1.000 skrifað athugasemdir við hana.

Í fréttinni segir:

„Þetta eru athugasemdir á borð við: Hvaða kjaftæði er þetta? Ég er amma og maðurinn minn afi. Málið er dautt! Er ekki bara best að flókna fólkið, kynsegin og allt hitt, finni bara út úr þessu sjálft fyrir sig? Þvílíkt og annað eins bull! Og – svo þessi athugasemd: Guð blessi Ísland.“

Þar að auki fór fréttamaður og ræddi við vegfarendur um málið. Í stuttu máli virtust þeir með einum eða öðrum hætti vera sammála um að fólk gæti svo sem kallað sig þeim nöfnum sem það vildi en almennt virtust flestir sammála um halda í hugtökin afa og ömmu. Íhaldssemi í þessum efnum ætti ekki að koma neinum á óvart.

En fréttin féll í grýttan jarðveg hjá sumum. Vísir fjallaði um málið og sagði meðal annars frá viðbrögðum Bjarndísar Helgu Tómasdóttur, varaformanns Samtakanna 78, á samfélagsmiðlum. Helga skrifaði á Facebook:

Það sem mér finnst furðulegt og í raunar algjörlega óásættanlegt var að í stað þess að gefa sérfræðingum meira rými til þess að skýra um hvað málið snýst valdi RÚV að vera með svo gamaldags gjörning að mér leið eins og árið væri 1995. Þar gaf RÚV fólki á götunni fleiri fleiri mínútur til þess að segja skoðun sína á einhverju sem tengist tilveru hinsegin fólks.“

Eins og fram kemur í frétt Vísis féll færslan í góðan jarðveg. Eigi að síður afhjúpar hún einkennileg viðhorf til fréttamennsku. Það er að segja að það sé eitthvað athugavert við það að fréttamenn taki fólk á förnum vegi tali og spyrji það út í málefni líðandi stundar. Þvert á móti er sjálfsagt að fréttamenn endurómi orðið á götunni og almenningsálitið í fréttum, hvert svo sem það er hverju sinni. Nærtækt er að nefna að nýlega leitaði fréttamaður eftir áliti vegfarenda í Skeifunni á sátt Íslandsbanka við fjármálaeftirlit Seðlabankans. Þó svo að þær skoðanir sem þar voru látnar í ljós rímuðu ekki að öllu leyti við staðreyndir málsins sendi Félag viðskipta- og hagfræðinga ekki frá sér harðorða ályktun þar sem vinnubrögð fréttastofunnar voru fordæmd og gagnrýnd fyrir að leita ekki álits hjá sérfræðingum í stað þess að tala við almenning.

***

Eins og flestir vita vafalaust hófst eldgos við fjallið Litla-Hrút á Reykjanesskaga á mánudag. Íslenskir fjölmiðlar eru þrautþjálfaðir í að fjalla um eldgos og hamfarir þeim tengdar og eins og við var að búast hafa þeir staðið sig vel í að fjalla um þetta gos.

En það er greinilegt að íslenskir fjölmiðlamenn eru upp til hópa afar áhugasamir um að fjalla um eldgos og verða óþreyjufullir þegar greint er frá atburðarás sem líkleg þykir til að leiða til eldsumbrota. Ákafinn verður svo mikill að margt hjákátlegt fer að rata í fréttir af jarðhrær-ingum. Þannig sagði Ríkisútvarpið frá því í vikunni að ryk hefði þyrlast upp við grjóthrun í Keili eftir að skjálfti reið yfir. RÚV sagði einnig frá því að einhver Ísfirðingur hefði fundið fyrir skjálftanum.

Þarna virðist RÚV vera komið í sama ham og fréttastofan var í í aðdraganda síðasta goss á Reykjanesskaga. Þá sagði fréttastofan frá því að „þvottagrind í Bryggjuhverfinu í Reykjavík vaggaði vel og lengi“ þegar stór skjálfti reið yfir og á sama tíma hefði „strákur sem var staddur á salerni í Staðarskála þurfti að styðja sig við vegg þegar skjálftinn reið yfir“.

***

Sem kunnugt er varð uppi fótur og fit eftir að sátt Íslandsbanka við fjármálaeftirlit Seðlabankans var kunngjörð á dögunum. Öllum var ljós sá álitshnekkir fyrir Íslandsbanka sem fram komu í sáttinni. Athygli vakti að tvö fjármálafyrirtæki stigu fram í kjölfarið og sögðu fjölmiðlum að viðskiptavinum sínum hefði fjölgað mikið eftir að sáttin leit dagsins ljós.

Þannig steig netbankinn Indó fram í fjölmiðlum og sagði að viðskiptavinum hefði fjölgað um fjögur hundruð fyrstu dagana eftir að sáttin var kynnt. Landsbankinn lék sama leik. Í frétt Morgunblaðsins um fjölgun viðskiptavina Landsbankans segir:

Viðskiptavin-um Lands-bank-ans hefur fjölgað óvenju mikið á síðustu dög-um og bank-an-um hef-ur einnig borist tals-verður fjöldi af fyr-ir-spurn-um um flutn-ing á viðskipt-um.

Þetta staðfestir Karítas -Ríkharðsdótt-ir, sér-fræðingur í samskiptum hjá Landsbankanum, í skrif-legu svari við fyrirspurn mbl.is.”

Þrátt fyrir ekkert bendi til þess að fjármálastöðugleika hafi verið ógnað og áhlaup í einhverri mynd hafi verið gert að Íslandsbanka var ekkert um það vitað á þeim tíma sem fréttin um fjölgun viðskiptavina Landsbankans birtist. Þess vegna er óljóst orðalag í fréttinni óheppilegt svo ekki sé sterkar að orði kveðið. Indómenn gengu hreint og beint til verks og sögðu hversu mikið viðskiptavinum fjölgaði og fram kemur í frétt Vísi um málið hvernig þróunin er venjulega og að stjórnendur netbankans fullyrtu ekkert um að fjölgunin nú hefði eitthvað með málefni Íslandsbanka að gera.

Það hefði vissulega verið áhugavert ef blaðamaður Morgunblaðsins hefði leitað eftir svörum hjá sérfræðingi Landsbankans í samskiptum um hversu mikið viðskiptavinum hefði fjölgað þá daga um var spurt. Hugtakið „óvenju mikið“ segir lítið og er gagnslaust í þessu samhengi. Þá hefði einnig verið áhugavert ef leitað hefði verið svara um með hvað hætti bankanum barst talsverður fjöldi af fyrirspurnum um flutning á viðskiptum. Ekki síst í ljósi þess að flestum ætti að vera kunnugt um að sáraeinfalt er að stofna til reikningsviðskipta við banka með rafrænum skilríkjum og millifæra milli banka. Og allir þeir sem hafa þurft að leita svara hjá banka á síðustu árum um einhver álitaefni vita sem er að nánast ómögulegt er að ná símasambandi við þá.

Þetta er hluti úr Fjölmiðlapistli sem birtist í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins. Áskrifendur geta nálgast pistilinn í heild sinni hér.