Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði á dögunum að forystumenn í atvinnulífinu ættu að sýna hófsemd í eigin launagreiðslum. Í ræðu á flokksráðsfundi Vinstri grænna um síðustu helgi sagði Katrín:
Og þá er mikilvægt að tala ekki að tala niður kröfur launafólks um bætt kaup og kjör og kalla eftir ábyrgð um leið og launahæstu forstjórar landsins, sem hafa margföld mánaðarlaun venjulegs fólk, fá launahækkanir sem einar nema kannski hundruð þúsunda á mánuði ásamt mögulegum kaupréttum og háum arðgreiðslum til eigenda fyrirtækjanna í landinu.
Hér má t.d. taka dæmi af forstjórum tveggja stærstu fyrirtækjanna á dagvörumarkaði sem höfðu í fyrra mánaðarlaun sem nema 15-16 földum lágmarkslaunum á vinnumarkaði (5,4-5,6 m) og launahækkun ársins nam ein og sér einum og hálfum til tvennum lágmarkslaunum (480-740 þús) – á tímum þar sem launafólk er beðið að sýna hófsemd í kröfum sínum.
Í þeirri snúnu stöðu sem við erum öll í er einfaldlega ekki boðlegt að ganga fram með þessum hætti heldur hljótum við öll að gera þá kröfu að atvinnurekendur sýni hófsemd í eigin kjörum og tali af ábyrgð.
Þetta er sjónarmið. Í einkafyrirtækjum fara eigendurnir með eigið fé, ekki annarra. Óðni gæti því ekki verið meira sama um hvernig þeir ráðstafa þeim fjármununum. Hvort þeir sói þeim í of há laun stjórnenda eða annarra starfsmanna, óhóflegar arðgreiðslur eða í aðra vitleysu. Á endanum tapa þessi fyrirtæki í samkeppninni við þau sem eru betur rekin og fara á hausinn. Þetta ástand varir því ekki lengi.
Til að lesa meira
Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.
Verð frá 2.749 kr. á mánuði