Óðinn fjallaði í Viðskiptablaðinu á föstudag um gjaldþrot ríkisstjórnarinnar.
Bent var á orð Bjarna Benediktssonar, sem sagði að það væri mjög erfitt að spara 20 milljarða til að vinna gegn verðbólgunni, eftir að hafa aukið ríkisútgjöld um 193 milljarða í desember á fjárlögum 2023.
Þar var einnig fjallað um ferðaglaðan orkumálastjóra og byggingarkostnað nýs Landsspítala. Kostnaðurinn við spítalann hefur hækkað um 130 milljarða á tveimur árum.
Hér er stutt brot úr pistlinum en áskrifendur geta lesið hann hér í fullri lengd.
Leit að nýjum formanni
Verst geymda leyndarmál íslenskra stjórnmála í dag er að nú er hafin leit að nýjum formanni Sjálfstæðisflokksins. Tími Bjarna Benediktssonar er liðinn.
Sumum lætur sér enn detta í hug að Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir geti tekið við. Það er óskhyggja.
Einnig er minnst á nafn Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur. Líklega er hennar tími ekki kominn.
Það kom í ljós á síðasta landsfundi að styrkur Guðlaugs Þórs Þórðarsonar hefur, líkt og rússneska hersins, verið ofmetinn um langt skeið.
***
Sigurður Kári Kristjánsson mætti í Dagmál á miðvikudag. Í 44 mínútna og 35 sekúndna þætti talaði hann meira fyrir Sjálfstæðisstefnunni en allur þingflokkur Sjálfstæðisflokksins hefur gert á öllu þessu kjörtímabili.
Margir hljóta að íhuga eftir þáttinn hvort þarna sé fæddur nýr formaður.
Annars er líklegast að kona verði fyrir valinu. Efst á listanum er líklega Ásdís Kristjánsdóttir sem er einn fárra kjörinna fulltrúa Sjálfstæðisflokksins sem hafa rætt um efnahagsmál af skynsemi og talað fyrir stefnu flokksins.
Rósa Guðbjartsdóttir kemur einnig sterklega til greina. Hún hefur sýnt að hún kann að reka sveitarfélag.
Pistill Óðins birtist í Viðskiptablaðinu sem kom út á föstudag. Áskrifendur geta lesið pistilinn í fullri lengd hér.