Ómar Svavarsson, forstjóri Vodafone, var mættur á Kauphallardag Arion síðastliðinn föstudag. Hann er í þeirri stöðu að 92% af hlutafé félagsins hafa skipt um hendur frá því hann tók við forstjórastöðunni. Það má því segja að Ómar hafi ekki síður verið að selja sjálfan sig en félagið fyrir fjárfestum í Arion og tókst það ágætlega, enda góður sölumaður. Í dag, fimmtudag, er kosin ný stjórn og sagði Ómar spennandi tíma framundan.
„Við erum núna að sjá eftir alla þessu göngu að að félaginu eru að koma beinir fjárfestar [...] sem eru að koma vegna áhuga á fyrirtækinu og ætla að vinna með okkur næstu fimm til tíu árin, að marka stefnuna og hafi bæði þolinmæði og kjark til að vinna. Því það er það sem við þurfum,“ sagði Ómar. Og þá er spurning hvort hann fái ekki örugglega að hlaupa með.