Rót verðbólgunnar er fundin! Samkvæmt ályktun stjórnar Neytendasamtakanna um vaxtahækkun Seðlabankans stafar verðbólga af því að eigendur fyrirtækja vilja líkt og aðrir fjármagnseigendur ekki tapa á fjárfestingum sínum.

Í ályktun Neytendasamtakanna segir orðrétt: „Vissulega þarf að ná verðbólgunni niður en stýrivextir hafa lítið að segja í baráttu við verðbólgu sem á rætur sínar að rekja til arðsemiskrafna fyrirtækja.“

Hröfnunum þykir merkilegt að Neytendasamtökin telji að rétta leiðin til að ná niður verðbólgu sé að gera allt atvinnulífið óhagnaðardrifið með öllu. Meðal þeirra sem skrifa undir þetta eru Breki Karlsson formaður samtakanna og Auður Alfa Ólafsdóttir verðlagsstjóri ASÍ.

Huginn og Muninn er einn af skoðanadálkum Viðskiptablaðsins. Þessi birtist í heild sinni í blaðinu sem kom út 1. september.

Rót verðbólgunnar er fundin! Samkvæmt ályktun stjórnar Neytendasamtakanna um vaxtahækkun Seðlabankans stafar verðbólga af því að eigendur fyrirtækja vilja líkt og aðrir fjármagnseigendur ekki tapa á fjárfestingum sínum.

Í ályktun Neytendasamtakanna segir orðrétt: „Vissulega þarf að ná verðbólgunni niður en stýrivextir hafa lítið að segja í baráttu við verðbólgu sem á rætur sínar að rekja til arðsemiskrafna fyrirtækja.“

Hröfnunum þykir merkilegt að Neytendasamtökin telji að rétta leiðin til að ná niður verðbólgu sé að gera allt atvinnulífið óhagnaðardrifið með öllu. Meðal þeirra sem skrifa undir þetta eru Breki Karlsson formaður samtakanna og Auður Alfa Ólafsdóttir verðlagsstjóri ASÍ.

Huginn og Muninn er einn af skoðanadálkum Viðskiptablaðsins. Þessi birtist í heild sinni í blaðinu sem kom út 1. september.