Óðinn fjallaði í Viðskiptablaðinu á fimmtudaginn um fjárhag sveitarfélaga.

Fjallaði hann um 16 földun skulda Reykjavíkurborgar (A-hluta) frá árinu 1994, þegar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir varð borgarstjóri.

Óðinn rifjar upp kosningaloforð R listans í leikskólamálum frá 1994 og hvernig gekk að efna loforðið.

Áskrifendur geta lesið pistilinn í heild hér.

Viðstöðulaus skuldasöfnun frá 1994

Reykjavíkurlistinn, eða R-listinn, komst til valda í Reykjavík árið 1994. Í stefnuskrá hans, sem var kosningabandalag vinstri manna og Framsóknarflokksins, sagði margt. Meðal annars þetta:

Gerð verði áætlun til langs tíma til að greiða upp skuldir borgarinnar sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur safnað.

Þegar stefnuskráin var lögð fram voru skuldir borgarinnar 11 milljarðar króna á núverandi verðlagi. Í dag nema skuldirnar 174 milljörðum króna. Er það 16 földun. Á sama tíma fjölgaði íbúum um 34%.

Myndin var tekin þegar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir var utanríkisráðherra.
© BIG (VB MYND/BIG)

Nú veit Óðinn ekki hvort Ingibjörg Sólrún Gísladóttir þáverandi borgarstjóri og félagar hennar hafi gert áætlunina. En miðað við árangur Samfylkingarinnar í Reykjavík, fyrst Ingibjargar Sólrúnar og síðar Dags B. Eggertssonar, pólitísks uppeldissonar Ingibjargar, þá væri milljónáraáætlunin viðeigandi heiti.

Skuld á hvern íbúa var 107 þúsund á hvern íbúa þegar Ingibjörg Sólrún tók við en er í dag 1,3 milljón á hvern íbúa. Það er að segja um síðustu áramót. Skuldin hefur hækkað síðan þá.

Pistill Óðins birtist í Viðskiptablaðinu sem kom út fimmtudaginn 11. maí. Áskrifendur geta lesið hann í fullri lengd hér.