Vinstri grænir eru byrjaðir að stilla saman strengi fyrir næstu kosningar. Engin vanþörf er á því enda útlit fyrir að flokkurinn detti út af þingi ef marka má skoðanakannanir.

Vinstri grænir eru byrjaðir að stilla saman strengi fyrir næstu kosningar. Engin vanþörf er á því enda útlit fyrir að flokkurinn detti út af þingi ef marka má skoðanakannanir.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, starfandi formaður flokksins, smalaði á dögunum saman flokkráðsfundi þar sem ætlunin var að rifja upp grunngildi flokksins og fara í ræturnar.

Ein af meginniðurstöðum fundarins var að dusta rykið af gamalli hugmynd um að íslenska rokið verði skilgreint sem sameign þjóðarinnar í lögum og heimilt verði að krefjast auðlindagjalds af nýtingu vindorkunnar.

Hrafnarnir eru mest hissa á að flokknum hafi ekki enn dottið í hug að skattleggja sólarljósið en hugsanlega hefur sumarið sem brátt rennur sitt skeið haft eitthvað um það að segja.

Þá samþykkti flokkráðsfundur ályktun um endurgjaldslausar getnaðarvarnir fyrir ungt fólk. Má því fastlega búast við að gengi flokksins taki rækilega við sér í næstu skoðanakönnunum.

Huginn og Muninn er einn af föstu skoðanadálkum Viðskiptablaðsins. Þessi pistill birtist fyrst í Viðskiptablaðinu.