Í dag var tilkynnt um nýtt fasteignamat fyrir næsta ár. Það er auðvitað reiðarslag fyrir alla íbúa þessa lands, hvort sem þeir eiga fasteignir eiga leigja þær. Þeir einu sem fara varhluta af hækkuninni eru þeir sem eru með fasta búsetu á tjaldstæðinu í Laugardal eða húsbílum á bílastæðinu við Bauhaus.
Hækkunin víða um land er allt að 40%! Fjörutíu prósent! Þetta er auðvitað víðáttuvitleysa.
Á höfuðborgarsvæðinu hefur fasteignamatið hækkað að meðaltali um 120,4% á sérbýli og 118,8% á fjölbýli frá árinu 2016.
Sum sveitarfélög hafa brugðist við þessum miklu hækkunum með því að lækka álagningarstuðla. Það væri verðugt verkefni að taka það saman hverjir hafa lækka og hverjir ekki, því ef þeir eru ekki lækkaðir þá hækka fasteignaskattarnir sem nemur hækkun fasteignamatsins.
Í Reykjavík er verið að mynda nýjan meirihluta þar sem Framsóknarflokkurinn ætlar að verða nýtt fjórða dekkið undir vagninum.
Í Reykjavík hafa fasteignagjöldin dúndrast upp þar sem enginn vilji hefur verið fyrri því að lækka þau, nema einu sinni árið 2017 og þá um 10%. Því hafa fasteignagjöld þar hækkað að meðaltali um 108% í stað 118%. Þetta er glæsileg frammistaða í að skattpína borgarbúa. Snilldin er að auki sú að þetta gerðist ekki að sjálfu sér. Lóðaskortsstefnan virkar.
Týr er skoðunardálkur Viðskiptablaðins og vb.is.