Því hefur verið fleygt að innan fárra ára verði lögmenn í raun úrelt starfsstétt þar sem gervigreindin muni hafa leyst þá af hólmi. Þó að gervigreind komi án efa til að breyta landslaginu í lögmennsku, þá er hugmyndin um að slíkt geri lögmenn óþarfa ofureinföldun. Ég tel einsýnt að lögmenn eigi ekki að pakka í vörn í þessum efnum heldur fagna tækninni og sækja fram af fullum krafti. Ef vel er að verki staðið leiðir slíkt til aukinnar skilvirkni og tímasparnaðar sem nýtist viðskiptavinum lögmanna tvímælalaust. Við skulum líta á nokkur atriði því til stuðnings.

Því hefur verið fleygt að innan fárra ára verði lögmenn í raun úrelt starfsstétt þar sem gervigreindin muni hafa leyst þá af hólmi. Þó að gervigreind komi án efa til að breyta landslaginu í lögmennsku, þá er hugmyndin um að slíkt geri lögmenn óþarfa ofureinföldun. Ég tel einsýnt að lögmenn eigi ekki að pakka í vörn í þessum efnum heldur fagna tækninni og sækja fram af fullum krafti. Ef vel er að verki staðið leiðir slíkt til aukinnar skilvirkni og tímasparnaðar sem nýtist viðskiptavinum lögmanna tvímælalaust. Við skulum líta á nokkur atriði því til stuðnings.

Samningagerð

Gervigreind getur nýst afar vel við ritun og yfirferð samninga. Ekki einungis einfaldra, nokkuð staðlaðra samninga eins og ráðningarsamninga eða húsaleigusamninga heldur ekki síður flóknari samninga líkt og samsettra lánasamninga eða verktakasamninga. Gervigreind mun koma að notum við samningagerð til dæmis með því að yfirfara samningsdrög á tæknilegan hátt, draga út lykilupplýsingar og jafnvel gera efnislega útdrætti sem taka mið af bakgrunni og þörfum samningsaðila.

Gervigreindin getur líka verið ákveðið öryggistæki og bent á ákvæði sem hefðbundið er að hafa í samningi en eru þar ekki. Notkun slíkra gervigreindartækja getur tvímælalaust sparað tímafrekan samlestur. En hún mun ekki koma í stað fyrir mannleg samskipti og reynslu við samningaborðið.

Fræðiskrif og rannsóknir fræðimanna

Efalaust súpa einhverjir hveljur yfir því að gervigreindin geti nýst til fræðiskrifa og lögfræðilegra rannsókna. Þar kemur hins vegar til að máltækni getur nýst til að fara í gegnum mikið magn upplýsinga, t.d. dómafordæma og fræðirita. Þannig má nýta gervigreindina til að draga út viðeigandi upplýsingar og bera kennsl á fordæmi. Enn sem komið er, er hins vegar langt í land að gervigreindin geti leyst færa fræðimenn af hólmi þótt hún geti nýst þeim í störfum sínum.

Grein Kristínar birtist í Áramótum. Áskrifendur geta lesið hana í heild sinni hér.