Mercedes-Benz hefur framleitt sinn 500 þúsundasta G jeppa. Jeppinn er framleiddur í Graz í Austurríki í samvinnu við Magna Steyr.
Tímamótbílinn sem rann af færibandinu í gær og er nauðalíkur 280 GE frá árin 1986. Til dæmis er grillið úr svörtu plasti, felgurnar þær sömu og græni liturinn á bílnum var ríkjandi í framleiðslunni á þessum tíma.
G jeppinn á stórafmæli á næsta ári. Framleiðsla á jeppanum hófst 10. febrúar 1979 og mun hann því eiga 45 ára afmæli.
Viðskiptablaðið fjallaði ítarlega um bílinn á dögunum þegar það reynsluók AMG útgáfunni af jeppanum og rifjaði upp sögu hans, en hann var hannaður sem herjeppi fyrir íranska herinn.