Annað árið í röð hafa forstjórar í Bandaríkjunum valið Dell sem áreiðanlegasta tölvuframleiðandann í árlegri könnun Frost & Sullivan. Dell fékk Frost & Sullivan verðlaunin fyrir árið 2005 bæði í flokki fartölva og borðtölva.

Alls tóku forstjórar um 200 bandarískra fyrirtækja þátt í könnuninni sem fram fór fyrri hluta ársins. Auk þess að velja Dell fartölvur og borðtölvur sem áreiðanlegustu tölvurnar var það niðurstaða flestra að Dell fartölvur kæmu best út þegar lagt var mat á verð, gæði og þjónustu. Með sama hætti lentu Dell borðtölvur einnig í efsta sæti þegar spurt var um verð og alhliða gæði. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá EJS, umboðsaðila Dell á Íslandi.